Þetta salat er fullkomið í næsta saumaklúbb eða afmæli og hentar vel þeim sem eru á lágkolvetna matarræði. Það er bæði fljótlegt að útbúa og mun án efa verða vinsælt.
1 dós sýrður rjómi 18%
Blaðlaukur
1 stk pepperoni ostur frá MS
10 sneiðar pepperoni (ég nota pepperoni frá stjörnu grís því það er passlega sterkt og verður mjög stökkt og gott á stuttum tíma)
Svartur pipar
Hvítlauksduft
Byrjum á því að setja sýrða rjómann í skál með þunnt skornum blaðlauk, svarta piparnum og hvítlauksduftinu og hrærið vel. Pepperoni osturinn skorinn í litla kubba og bætt útí.
Setjum pepperoni sneiðarnar á pönnu eða á bökunarpappír inní ofn og steikjum þar til það er alveg stökkt.
Þegar pepperoni-ið er orðið kalt er það skorið í bita og bætt útí
Tilvalið að bera fram með snittubrauði, ritz kexi, steiktum pepperoni sneiðum eða lava cheese fyrir þá sem eru á ketó eða lágkolvetna matarræði.