Ísterta með stökku karamellu súkkulaði.
3 Eggjarauður
1 dl golden ketóvænt sýróp
1 tsk vanilludropar
1 dl sykurlaust súkkulaði brætt
500 ml rjómi þeyttur
2 stk Crunchy caramel stykki frá NICKS
Hrærið saman eggjarauðum, sýrópi og vanillu þar til blandan verður létt og ljós
Bræðið 1 dl af sykurlausu súkkulaði og blandið útí eggjablönduna
Þeytið rjómann og blandið mjög varlega saman við ísblönduna.
Leggið í mót og dreifið crunchy caramel súkkulaði yfir í smáum bitum.
Setjið karamellu sósu yfir ístertuna áður en þið berið hana fram.
Hægt er að kaupa sykurlausa karamellusósu eða búa til ykkar eigin :
Sjá uppskrift hér. : https://www.hannathora.is/sykurlaus-saltkaramellusosa/