Prentmöguleikar

Zucchini núðlur í ostasósu

MagnFyrir 1 Undirbúningur10 mínEldunartími15 mínSamtals25 mín

Kúrbítsnúðlur er frábær kolvetnaskertur kostur í staðinn fyrir pasta eða hefbundnar núðlur. Þessi réttur er fljótlegur og ljúffengur í hádeginu eða í kvöldmat.

 1 stk. Kúrbítur/zucchini
 3 stk. Sveppir
 20 g Smjör
 Skinka/kjúklingur/brokkolíeftir smekk
 ½ dl. Rjómi
  stk. Mexíkóostur
 Hvítlauksduft og svartur pipar
1

Skolið kúrbítinn og rífið hann niður í núðlur.

Ég á svona yddara frá Westmark sérstaklega fyrir grænmeti sem er algjör snilld. Það er hægt að velja um tvær þykktir á ræmunum eftir því hvaða rétt þið eruð að gera.
Ég keypti minn í Hagkaup!

2

Skerið niður sveppi og steikið á pönnu með smjöri og hvítlauksdufti.
Setjið annað álegg sem þið viljið hafa með en möguleikarnir eru endalausir.
Kjúklingur og skinka er í miklu uppáhaldi hjá mér með þessum rétti eða brokkolí þegar ég vil meira grænmeti.

Bætið rjóma á pönnuna og rífið niður mexíkóost yfir og kryddið með svörtum pipar.

3

Þegar osturinn er allur bráðnaður skellið þá kúrbítnum útá pönnuna og leyfið honum bara að hitna í gegn.

Setjið í skál og njótið.