Prentmöguleikar

Uppáhalds saltfiskrétturinn

MagnFyrir 1 Undirbúningur15 mínEldunartími30 mínSamtals45 mín

Uppáhalds saltfiskrétturinn minn í ketóvænni útgáfu með hvítlauk, rauðum chilli og ólífum

Saltfiskur
 800 g Saltfiskur
 1 dl. Kókoshveiti
 Svartur pipar
 Ólífu olía til steikingar
Toppur
 2 stk. Hvítlauksgeirar
 1/2 krukka Steinlausar svartar ólífur
 2 stk. Rauður chilli pipar
 Steinselja ( krulluð)
1

Fjarlægið roðið af saltfisknum og stráið kókoshveiti báðum megin.
Kryddið með svörtum pipar og hitið pönnu.

Steikið uppúr ólífuolíu á miðlungs hita báðum megin en passið að snúa fisknum bara einusinni til að passa kókoshveiti raspinn.

Þegar fiskurinn er orðinn fallega gylltur leggið hann þá í ofnfast mót.

2

Skerið hvítlauksgeira í þunnar sneiðar.

Skerið rauðan chilli niður í sneiðar ( ég tek fræin úr en allur hitinn leynist í þeim)

Skerið ólífurnar niður í 2-3 búta hverja. Passið að engir steinar leynist inn í þeim.

Steikið hvítlaukinn, chilli og ólífur uppúr olíu og leggið yfir fiskinn í ofnfasta mótinu.

3

Bakið fiskinn í um 20 mínútur og setjið steinselju yfir rétt áður en fiskurinn er borinn á borð.