Prentmöguleikar

Sykurlausar jólamöndlur með lakkrís og kanil

MagnFyrir 1 Undirbúningur20 mínEldunartími1 klstSamtals1 klst 20 mín

Þessar jólalegu lakkrísmöndlur eru himneskar og það er tilvalið að nýta smávegis af sykurlausa namminu sem er komið á markað til að baka og græja fyrir jólin.

Innihaldsefni
 400 g Möndlur í hýði
Jólablanda fyrir möndlurnar
 1 stk. Eggjahvíta
 2 msk Stevíu strásæta frá Goodgood ( Eða önnur sæta sem ykkur finnst best)
 2 dl. Sykurlaust gold sýróp ( ég nota gold frá Sukrin)
 3 msk Kanill ( það má hafa meira eða minna - allt eftir smekk)
Lakkríssýróp
 8 stk. Nellie dellies sykurlausir lakkrísmolar
 2 msk Vatn
 Lakkríssalt frá Saltverk eða annað gott flögusalt eftir smekk
1

Þessar ristuðu jólamöndlur eru afar hátíðlegar og ljúffengar.
Ég elska lakkrís og mig langaði að hafa smá lakkrís tón í þessum möndlum en það er tilvalið að nýta sykurlausa ketó nammið sem er í boði til þess að útbúa gotterí fyrir jólin. Ég hef keypt Nellie Dellies sem eru sykurlausir molar með stevíu í Hagkaup. Nellie dellies fást í tveimur útgáfum en sá fjólublái er sætur lakkrís, hin tegundin er í bláum umbúðum og er salt lakkrís. - Allt svona sælgæti er að sjálfsögðu ætlað sem spari nammi á ketó - en afar gott er það.

2

Byrjum á því að bræða 8 Nellie Dellies mola í 2 msk af vatni á miðlungs hita (stundum þarf að bæta meira vatni útí en ég hræri stanslaust og lít ekki frá pottinun á meðan svo lakkrísinn brenni ekki við. Bætið 1 msk af Gold sýrópi útí og hrærið vel saman.

3

Þeytið eina eggjahvítu þar til hún er farin að freyða vel en ekki stífþeyta.

Bætið sætu að eigin vali útí en ég nota mest Sweet like Sugar frá GoodGood þar sem mér finnst vera minni kaldur tónn og hún hentar mér vel.

Bætið lakkrís sýrópinu útí ásamt gold sýrópi.

Hærið vel saman og kryddið með kanildufti eftir smekk.

4

Ég elska Lakkrís saltið frá Saltverk en það er í algjöru uppáhaldi ofan á steikt brokkolí. Mér fannst tilvalið að setja örlítið í blönduna en það má einnig nota venjulegt flögusalt.

Bætið heilum möndlum útí blönduna og hrærið vel þar til allar möndlunar hafa fengið góðan hjúp.

Setjið möndlunar á plötu með bökunarpappír og bakið við 130 gráður í allt að klukkutíma og snúið þeim á korters fresti þar til þær eru orðnar stökkar og góðar.

5

Njótið aðventunnar og jólanna - það er leikur einn án sykurs!