Prentmöguleikar

Sykurlausar brownie bollakökur með saltkaramellukremi! Þessar eru himneskar með kaffinu!

MagnFyrir 1 Undirbúningur15 mínEldunartími15 mínSamtals30 mín

Bollakökur
 2,50 dl. Möndlumjöl
 1 tsk. Lyftiduft
 ¼ tsk. Salt
 2 stk. Dark chocolate stykki frá NICKS!
 1 dl. Kakóduft
 2 dl. Nicks sæta
 ½ tsk. Vanilludropar
 5 Egg
 200 g Smjör
Krem
 250 g Smjör - mjúkt við stofuhita
 7 drops Karamellu stevíu dropar
 5 msk Saltkaramellusósa
 3 msk Rjómaostur hreinn
1

Skref 1

Blandið saman þurrefnum saman í skál og hrærið saman.

2

Bræðið saman smjör og súkkulaði á vægum hita. ásamt því að bæta vanillu dropum útí. Leyfið blöndunni að kólna aðeins.

3

Þeytið 5 egg saman og blandið súkkulaði/smjör blöndunni rólega saman við. Þurrefnunum er svo bætt útí í nokkrum skömmtum og hrært á milli.

Þegar allt er vel blandað set ég blönduna í sprautupoka ( Það má líka nota skeið)

4

Fyllið mótin þar til þau eru rúmlega hálf.

Bakið á 180 gráðum á blæstri í um 10-14 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp.

5

Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á.

Saltkaramellu Krem
6

Þeytið smjör þar til það er orðið létt og ljóst.

Bætið saltkaramellusósunni útí ásamt nokkrum karamellu stevíu dropum.
Sjá link fyrir uppskrift af sósunni efst.

Sprautið á kökurnar sem ykkar uppáhalds stút.

7

Ég set smávegis af Saltkaramellusósu yfir kökurnar einnig en það gerir þær afar girnilegar.