Prentmöguleikar

Sykurlaus Saltkaramellusósa

MagnFyrir 1 Undirbúningur5 mínEldunartími10 mínSamtals15 mín

Þessi sykurlausa Saltkaramellusósa er fullkomin útá ísinn, vöfflurnar eða til að gera saltkaramellu smjörkrem á kökur

 100 g Smjör
 1 dl. Nicks Sæta
 Rjómi
 Örlítið Flögusalt
1

Nicks sugar replacement er sæta sem nota má á sama hátt og hefðbundinn sykur. Ef áður var 1 dl af sykri í uppskrift þá notið þið 1 dl af sætunni í staðinn.

2

Bræðið saman smjöri og Nicks sætu saman á pönnu á miðlungs hita þar til blandan fer að verða ljósbrún á litinn.
Fylgjast þarf vel með að hún brenni ekki við en það getur gerst hratt ef augu eru ekki á pönnunni.
Bætið rjóma útí og hrærið í 2-3 mín í viðbót.

3

Sósuna er gott að nota heita yfir góðan ís eða leyfa henni að kólna dálítið og nota til að útbúa sykurlaust saltkaramellu smjörkrem.