Prentmöguleikar

Skyrterta með jarðarberjum – hvítu súkkulaði og marsípani!

MagnFyrir 1 Undirbúningur15 mínEldunartími1 klstSamtals1 klst 15 mín

Þessi skyrterta slær öll met enda jarðarber, hvítt súkkulaði og marsípan himnesk blanda.

Botn
 1 stk. Sykurlaust marsípan frá Sukrin ( eða venjulegt ef þið eruð ekki að fylgja kolvetnaskertu mataræði)
 3 tsk. Sætuefni ( ég nota GoodGood sweet like sugar)
 2 dl. Möndlumjöl
 2 tsk. Möndludropar
 1 Eggjahvíta
Skyrtertan
 3 stk. Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði
 250 ml Rjómi - þeyttur
1

Ísey skyr kom á dögunum með nýtt skyr á markað sem að hefur heldur betur slegið í gegn.
Jarðarber og hvítt súkkulaði er himnesk blanda og það kolvetnaskert í kaupæti.

2

Um leið og ég sá þessa nýjung langaði mig að setja þetta skyrt í girnilega skyrtertu.

3

Við byrjum að gera botninn.
Setjið marsípanið í hærivél og þeytið vel með einni eggjahvítu. Bætið sætunni útí ásamt möndlumjölinu.

Þjappið í botn á formi.

4

Þeytið einn pela af rjóma ( 250 ml)
Bætið 3 dósum að skyrinu útí og blandið varlega saman við með sleikju.

Leggið blönduna yfir marsípan botninn og sléttið vel.

5

Kælið vel eða skellið í fyrstinn ef þið viljið hafa hana standandi á disk.
Skreytið með jarðarberjum, rjóma eða því sem ykkur dettur í hug.