Prentmöguleikar

Kjúklingur í karrý og kókos

MagnFyrir 1 Undirbúningur10 mínEldunartími20 mínSamtals30 mín

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!

 700 g Kjúklingabringur eða lærakjöt
 2 dl. Kókosmjólk frá Blue Dragon
 2 msk Taílensk karrýblanda
 2 msk Gult karrý
 2 tsk. Chilli krydd
 Svartur pipar
1

Skerið kjúklingabringur eða lærakjöt niður í bita

Steikið á pönnu og kryddið með karrí bæði gulu og rauðu ásamt chilli eftir smekk, salti og pipar.
Styrkleiki er alltaf smekksatriði en það er auðvelt að bæta við því sterka

Bætið 2 dl af kókosmjólk frá BlueDragon útá pönnuna og leyfið réttinum að malla í um 10 mínútur.

2

Ég nota kókosmjólk frá BlueDragon en hún fæst bæði í light útgáfu og venjulegri.

3

Það er gott að bera fram með hrísgrjónum, hvort sem þið viljið hefðbundin eða kolvetnaskert grjón.