Prentmöguleikar

Kjúklingalæri í Caj P marineringu – uppáhald fjölskyldunnar!

MagnFyrir 1 Undirbúningur10 mínEldunartími1 klstSamtals1 klst 10 mín

Kjúklingur með Caj P er í uppáhaldi hjá fjölskyldunni og hefur verið í fjölda ára. Stökkur að utan og safaríkur að innan.

 Kjúklingalæri / leggir ( Ég miða við tvö stór læri með legg á hvern fullorðinn)
 Caj P Original grillolía
 Salt
 Pipar
 Hvítlaukskrydd
1

2

Grillolían frá Caj P hefur verið í algjöru uppáhaldi hjá minni fjölskyldu í fjölda ára og pabbi gerir alltaf svo góðan kjúkling í ofni með þessari marineringu.
Þaðan kemur innblásturinn - ekta pabbakjúklingur sem krakkarnir elska!

3

Penslið kjúklingalærin með grillolíunni frá Caj P

Kryddið létt yfir með salti, pipar og hvítlauksdufti.
Bakið kjúklinginn þar til hann er fulleldaður og enginn blóðvökvi lekur út. Ég mæli með því að eiga hitamæli til að fylgjast með hitastiginu.
Ég var með þessi læri með áföstum leggjum í 60 mínútur á 185 gráðum.

4

Það er tilvalið að elda meira magn og nota restina í afganga daginn eftir. Það eru allskonar réttir sem passa fullkomlega með þessari grunn uppskrift.

5

Meðlætið getur verið allskonar en mér finnst æðislegt að hafa frosið brokkolí með.

Setjið smávegis af ólífuolíu, salti og pipar yfir fyrir eldun og bakið með kjúklingnum í um 30 mínútur.

6

Hvítlaukssósa eða sykurlaus kokteilsósa er tilvalið að hafa með þessum rétti.

7

Hvítlaukssósa:
3 msk sýrður rjómi
Hvítlaukskrydd eftir smekk
Steinseljukrydd