Prentmöguleikar

Kjötbollur með cheddarosti

MagnFyrir 1

Kjötbollur
 500 g Hreint nautahakk
 1 stk. Egg
 1 dl. Cheddarostur rifinn
 1 tsk. Hvítlaukskrydd eða 1 hvítlauksgeiri saxaður smátt
 1 msk Basilíku krydd
 1 msk Oregano
 Svartur pipar og salt eftir smekk
Sósa
 1 stk. Hakkaðir tómatar í dós
 2 msk Ólífu olía
 Basilíku krydd/ fersk basilíka
 Svartur pipar
 Oregano
Meðlæti
 BareNaked spagettí eða rifinn kúrbítur
1

Blandið saman í skál nautahakki, eggi, kryddum og cheddar ostinum.
Mótið í bollur og steikið á pönnu uppúr ólífuolíu þar til þær verða fallega brúnar að utan.

Fjarlægið af pönnunni og setjið í ofnfast mót.

Bakið við 180 gráður þar til þær eru fulleldaðar ( 20-40 mín en það fer alfarið eftir þykktinni)

2

Á meðan bollurnar bakast í ofninum er gott að setja eina dós af hökkuðum niðursoðnum tómötum á pönnuna. ( Ég vel ávallt þá lægstu í kolvetnum sem ég finn hverju sinni).

Kryddið með Basilíku, svörtum pipar og oregano.

Meðlæti
3

Hvað varðar meðlæti þá nota ég mikið Konjac spagettíið frá BareNaked sem fæst í Bónus, Hagkaup og Nettó en það inniheldur aðeins um 1 gramm af kolvetnum í 100 grömmum. BareNaked vörurnar þarf aðeins að skola létt og hita í 3 mínútu.

Það er einnig gott að ydda kúrbít og nota sem meðlæti fyrir þá sem það vilja.

4

Það er virkilega gott að strá smávegis af parmesan eða cheddar osti yfir réttinn þegar allt er tilbúið.

Very ykkur að góðu!