Prentmöguleikar

Ketó vöfflur – himneskar með kaffinu

MagnFyrir 1 Undirbúningur10 mínEldunartími15 mínSamtals25 mín

Er vöfflukaffi um helgina? Þessi ketó úgáfa af vöfflunum hennar mömmu er himnesk - sykur og glúteinlausar fyrir alla fjölskylduna!

 3 stk. egg
 1 msk Lyftiduft ( ég nota vínsteins lyftiduft)
 2 msk Ketóvæn sæta ( ég nota sweet like sugar frá GoodGood)
 2 tsk. Vanilludropar
 50 g Smjör brætt
 1,50 dl. Möndlumjöl
 Möndlumjólk eða rjómi blandaður í vatn til að þynna
1

Byrjið á því að þeyta eggin vel þar til þau eru orðin létt og ljós. Bætið sætu útí að eigin vali og hrærið vel.

Vínsteinslyftiduft fer því næst út í blönduna ásamt bráðnuðu smjöri og vanilludropum.

Bætið möndlumjölinu útí blönduna og þynnið svo í restina með möndlumjólk eða smá rjóma blönduðum útí vatn.

Bakið vöfflurnar í vel heitu vöfflujárni.

Ég nota ávallt grind undir vöfflunar þegar þær koma úr járninu. Þannig haldast þær stökkar og góðar.

2

Berið fram með því sem ykkur langar en uppáhalds ketó topparnir ofaná vöfflur hjá mér eru :

Þeyttur rjómi
Ketó súkkulaði smyrja
Jarðarber
Bláber
Sulturnar frá GoodGodd
Karamellusýróp frá Sukrin