Prentmöguleikar

Ketó vatnsdeigsbollur – Bolludagur er framundan!

MagnFyrir 1 Undirbúningur20 mínEldunartími25 mínSamtals45 mín

Ketó vatnsdeigbollur eru hveiti, glútein og sykurlausar og henta því flestum. - Gómsætt án kolvetna með þinni uppáhalds fyllingu!

Ketó vatnsdeigsbollur
 250 ml Vatn
 125 g Smjör
 2 Egg
 2 tsk. Lyftiduft
 10 g Xantan gum
 50 g Kókoshveiti
Glassúr
 1 Plata nicks dark chocolate
 2 tsk. Kókosolía
1

Byrjið á því að sjóða saman vatn og smjör í potti í nokkrar mínútur.
Lækkið undir og bætið þurrefnum útí. Hrærið vel þar til áferðin minnir á kartöflumús.

Leyfið blöndunni að kólna svolítið og setjið svo yfir í hrærivél með spaða.
Bætið einu eggi útí í einu og hrærið á um 70% hraða.

Sprautið deiginu í passlegar bollur á bökunarpappír og bakið við 180 gráður á blæstri um um 20-25 mínútur. Það er afar mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 20 mínúturnar þar sem þær geta fallið.

Leyfið bollunum að kólna alveg áður en þið skerið og fyllið eftir smekk.

2

Glassúr ofaná bollurnar :

1 plata Nicks dark chocolate plata
2 tsk kókosolía

Hitið í örbylgju eða potti þar til súkkulaðið er bráðnað. Setjið ofaná bollurnar og leyfið glassúrnum að harðna.


3

Karamellu bollur :

Karamellusósa
100 g Smjör
1 dl. Nicks Sæta
1 dl Rjómi
Örlítið Flögusalt

Bræðið saman smjöri og Nicks sætu saman á pönnu á miðlungs hita þar til blandan fer að verða ljósbrún á litinn.
Fylgjast þarf vel með að hún brenni ekki við en það getur gerst hratt ef augu eru ekki á pönnunni.
Bætið rjóma útí og hrærið í 2-3 mín í viðbót.

Leyfið sósunni að kólna

Þeytið rjóma og blandið karamellusósu útí rjómann.
Karamellan passar einnig fullkomlega ofaná bollurnar.

Brytjið Nicks crunchy caramel stykki niður og toppið bolluna eða setjið á milli

4

Jarðarberja bollur

Þeytið rjóma og bætið sykurlausu jarðarberja jello eða sykurlausri jarðarberjasultu útí rjómann.
Skerið fersk jarðarber í sneiðar og leggið á milli.

5

Ketó bollur með súkkulaði rjóma og hnetustykki

Þeytið rjóma og bætið nokkrum matskeiðum af ósætu kakódufti útí.
Skerið Nicks peanut and fudge stykki niður og leggið á milli eða ofaná bollurnar.