Prentmöguleikar

Ketó súkkulaði klasar með lakkríssalti

MagnFyrir 1 Undirbúningur10 mínEldunartími10 mínSamtals20 mín

Þessir súkkulaði klasar eru hin besta fitubomba, fljótlegir og gómsætir.

 100 g Smjör
 75 g Sykurlaust súkkulaði (ég notaði nicks milk chocolate)
 2 msk Gold sýróp frá Sukrin
 100 g Möndluflögur
 1 dl. Graskersfræ
 Lakkríssalt
1

Hitið saman í potti á miðlungs hita smjör, sýróp og súkkulaði þar til allt er bráðnað.

2

Bætið möndluflögum og graskersfræjum útí og hrærið vel.
Setjið bökunarpappír í mót og hellið blöndunni yfir.
Kælið í ísskáp þar til blandan er orðin stíf og hægt er að skera hana í sundur.

3

Takið bökunarpappírinn upp úr mótinu og yfir á bretti.

Notið beittan hníf og skerið í kubba.

Saltið með lakkríssalti ( eða öðru salti ef þið viljið).

4

Geymist í ísskáp eða frysti og njótið.