Prentmöguleikar

Ketó Nachos snakk með ostadýfu

MagnFyrir 1 Undirbúningur15 mínEldunartími15 mínSamtals30 mín

Ketó snakk og ostadýfa slær algjörlega í gegn og er einfalt að útbúa. Það er tilvalið að skella í sitt eigið Nachos án kolvetnanna.

Ostasnakk fyrir 2-4
 200 g Rifinn mozzarella frá MS
 1 dl. Möndlumjöl
 Krydd eða salt eftir smekk ( Ég prófaði Lime/pepper frá Santa maría)
Ostasósa fyrir heila veislu ( tilvalið að gera minna magn fyrir færri)
 3 msk Rjómaostur hreinn
 200 g Rifinn cheddar ostur frá MS
 ½ dl. Rjómi
 Krydd eftir smekk - Chilli og cumin er frábært fyrir spicy ostadýfu
1

Byrjum á því að blanda saman rifnum mozzarella og möndlumjöli í glerskál.
Setjið skálina í örbylgjuofn og hitið í um 2 mínútur eða þar til osturinn er allur bráðnaður.

Fletjið deigið út þar til það er orðið mjög þunnt.

Skerið því næst deigið í þríhyrning og raðið á bökunarpappír - Passa þarf að hafa gott bil á milli þríhyrninga.
Kryddið snakkið með kryddi að eigin vali.

Bakið við 180 gráður á blæstri þar til snakkið er orðið fallega gyllt og stökkt.

2

Ég prófaði Lime/Pepper sem ég keypti frá santa maria í Bónus og það sló alveg í gegn.

Það minnir mig einna helst á lime quest chips frá Ameríku sem ég keypti í hverri ferð. Fersk bragð sem gefur samt kryddaðan tón.

Ég setti líka sjávarsalt á helminginn sem kom vel út en er meira hefðbundið. - Það er tilvalið að gera allskonar útgáfur og finna hvað ykkur finnst best.

3

Það er gott ráð að taka snakkið af plötunni um leið og það kemur úr ofninum og leyfa því að kólna á grind. Ef það liggur á pappírnum á plötunni getur það orðið mjúkt og seigt þegar fitan og rakinn kemst í snakkið.

Ostasósan
4

Blandið saman í skál ( eða litlum potti) Rifnum cheddar osti, rjómaosti og rjóma.
Það er hægt að hita sósuna í 30 sek í örbylgjuofninum og hræra á milli eða hita á miðlungs hita. Passið að hita sósuna einungis þar til osturinn nær að bráðna, hún má ekki malla.

Það er hægt að gera hana spicy með chilli kryddi og cumin kryddi.

5

Berið hana fram volga með snakkinu.

Ef þið ætlið að hita hana upp er mikilvægt að setja hana bara í 10 sek í einu í örbylgju og fylgjast með. Ef hún hitnar of mikið þá skilur hún sig og verður ekki falleg.

6

Gómsæt og freistandi með snakkinu!

7

Ég fékk svo sæta individual nachos diska í ameríku með sér hólfi fyrir sósu eða dýfur. Það er líka auðvelt að nota margnota sílíkon muffinsmót út ikea í sama tilgangi.