Prentmöguleikar

Ketó ostaslaufa með beikonosti

MagnFyrir 1 Undirbúningur10 mínEldunartími20 mínSamtals30 mín

Ketó beikon ostaslaufa er tilvalin í nestisboxið og auðvelt að baka.

Deigið
 200 g Rifinn Mozzarella frá MS
 2 tsk. Vínsteinslyftiduft
 1,50 dl. Möndlumjöl
 1 Egg
Fylling
 Beikonsmurostur frá MS
 Tilbúnar beikonsneiðar
 Birkifræ
1

Byrjum á því að setja mozzarella ostinn í skál sem má fara í örbylgjuofn.
Bætum vínsteinslyftidufti útí ( Vínsteins er glútein og hveitilaust en það má einnig nota venjulegt)
Möndlumjölið fer út í blönduna og hrærið þessu saman.

Hitið í 2 mínútur í örbylgjuofni á háum hita eða þar til osturinn er bráðnaður.

Bætið einu eggi útí og hnoðið saman.

2

Skiptið deiginu í tvo helminga og fletjið út í passlega ostaslaufu stærð.

Smyrjið deigið með Beikon smurosti Frá MS og leggið tilbúnar beikonsneiðar yfir.
Magn er smekksatriði en ég set um matskeið af smurosti og tvær beikon sneiðar.

Lokið slaufunni og stráið birkifræjum yfir.
Bakið á 200 gráðum á blæstri þar til fallega gyllt ostaslaufa birtist í ofninum

3

Mér finnst persónulega alveg ómissandi að dýfa ostaslaufu í auka smurost alveg eins og í gamla daga.
Það er lítið mál að skella smá auka smurosti í lítið box eða kaupa litlu einstaklings smurostana frá MS í næstu verslun.