Prentmöguleikar

Ketó ostakökumús með súkkulaði

MagnFyrir 1 Undirbúningur15 mínEldunartími15 mínSamtals30 mín

Ostakökumús með súkkulaði svíkur engan en ég geri súkkulaði smyrju reglulega og á í ísskáp fyrir allskonar tilefni.

Súkkulaðismyrjan er fullkomin ofaná vöfflur eða hituð lítilega og notuð sem heit íssósa ofaná góðan ís.

Súkkulaðismyrjan ( Magn fyrir heila fjölskyldu)
 250 ml Rjómi
 1 stk. Súkkulaðiplata sykurlaus (td milk chocolate frá Nicks)
 3 msk Ketóvænt gyllt sýróp
Ostakakan ( magn fyrir 2-4 )
 1 stk. Mascapone frá MS
 2 tsk. Vanilludropar
 1 msk Ketóvænt gyllt sýróp
1

Setjið allt sem þarf í súkkulaðismyrjuna í lítinn pott og hitið á miðlungs hita þar til allt súkkulaðið er bráðnað og sósan farin að þykkna.
Kælið í ísskáp þar sem hún þykknar.

2

Setjið innihaldið úr einni mascapone dós í hrærivél og þeytið vel ásamt sýrópi og vanilludropum.

Bætið við 1 og hálfum dl af smyrjunni útí og þeytið þar til allt er vel blandað og silkimjúkt.

3

Sprautið blöndunni í falleg glös og geymið í kæli þar til tími er kominn á góðan eftirrétt.