Prentmöguleikar

Ketó ostabrauð fyrir sælkera

MagnFyrir 1

Ostabrauð fyrir sælkera sem er fljótlegt að baka. Pizzaostur er ekki bara góður á pizzu heldur fullkominn í ketó baksturinn!

Brauðið
 200 g Pizzaostur frá MS
 1 msk Lyftiduft ( vínsteins eða venjulegt)
 2 dl. Möndlumjöl
 1 tsk. Hvítlaukskrydd
 1 Egg
Toppur
 2 msk Rifinn parmesan ostur
 ítölsk kryddblanda (Oregano, timían, hvílaukur, basilíka)
 Sterk pylsa eða pepperóní
1

Byrjum á ostabrauðinu :

Setjið 200 grömm af Pizzaostinum í glerskál ásamt lyftidufti, hvítlauksdufti og möndlumjöli

Hitið blönduna í 2 mínútur í örbylgjuofni eða þar til osturinn er allur bráðnaður. Hrærið vel og bætið einu eggi útí.

Hnoðið deigið þar til það er eins og mjúkur leir og mótið í brauð.

2

Það er gott að toppa brauðið með rifnum parmesan osti og ítalskri kryddblöndu. Basilíka, timian og oregano passar vel með þessu brauði - tilvalið að nota það sem þið eigið.

3

Skerið niður sterka ítalska pylsu eða bætið pepperóní ofnaná eftir smekk

Piccante pylsurnar frá Tariello á Hellu er í algjöru uppáhaldi hjá mér og hefur verið um árabil. Ítalskt handverk sem er framleitt á íslandi.

4

Bakið við 180 gráður á blæstri í um 20 mínútur eða þar til það er orðið fallega gyllt og pylsurnar girnilegar.