Prentmöguleikar

Ketó kotasælu brauðbollur

MagnFyrir 1 Undirbúningur15 mínEldunartími20 mínSamtals35 mín

Þessar brauðbollur eru lágar í kolvetnum og trefjaríkar. Geymast vel í frysti og má einnig nota í staðinn fyrir hamborgarabrauð.

 4 stk. Egg
 1 stk. Stór kotasæla
 ¼ tsk. Salt
 2 tsk. Vínsteinslyftiduft
 2 dl. Möndlumjöl
 1,50 dl. Husk trefjar
1

Setjið heila stóra dós af kotasælu í blandara ásamt 4 eggjum.

Blandið saman í blandara þar til silkimjúkt.

2

Setjið þurrefni í skál og hærið saman.
Bætið eggja og kotasælu blöndunni útí og hrærið vel saman.

Trefjarnar taka smám saman við sér og draga í sig vökvann.

Þegar deigið hefur þykknað eftir um það bil 3-5 mínútur mótið þá deigið í höndunum í bollur.
Gott er að bleyta hendurnar lítillega með vatni ef deigið er mjög klístrað.

Það er gott að toppa bollurnar eftir smekk en birkifræ, semsamfræ eða fetaostur er í miklu uppáhaldi hjá mér.

3

Bakið við 190 gráður á blæstri í um 20 mínútur eða þar til bollurnar verða fallega gylltar.

4

Þessar geymast vel í frysti og því tilvalið að baka skammtinn og taka út eftir þörfum.