Prentmöguleikar

Ketó Flaxseed grautur – Frábær byrjun á deginum

MagnFyrir 1 Undirbúningur5 mínEldunartími5 mínSamtals10 mín

Þessi morgungrautur er fullkominn staðgengill fyrir hefðbundinn hafragraut. Toppið hann með allskonar góðgæti og byrjum daginn vel.

Grauturinn
 1 dl. Flaxseed mjöl (Fæst í heilsurekkum verslanna)
 1 tsk. Salt
 1 tsk. Kanill
 150 ml Vatn
 50 ml Rjómi eða möndlumjólk ( ef þið viljið hafa grautinn meira creamy - annars meira vatn)
 Smjörklípa
Toppur - veljið ykkar uppáhalds
 Möndluflögur
 Kókosflögur
 Bláber
 Jarðarber
 Gold sýróp sykurlaust
 Kanill
 Strásæta
1

Grauturinn er afar einfaldur og tekur stuttan tíma að elda.
Setjið Flaxseed mjöl í pott og bætið salti, hreinum kanil og vatni útí.
Ef þið viljið hafa hann extra creamy þá er gott að bæta rjóma eða smá möndlumjólk útí.

Skellið smá smjörklípu útí í lokin - það gerir gæfu muninn, treystið mér!

2

Það er frábært að gera mismunandi útfærslur með því að hafa allskonar toppa.
Veljið ykkar uppáhalds en mér finnst æðislegt að búa til kanil"sykur" með ketóvænni strásætu. Möndluflögur passa fullkomnlega með þeirri blöndu.

3

Bláber og kókosflögur eru líka fullkomið par með smá gold sýrópi.

4

Rjómi útá graut er góð byrjun á deginum, sérstaklega ef þið eruð að auka fituinntöku dagsins fyrir ketó.