Prentmöguleikar

Ketó bláberjaboost

MagnFyrir 1 Undirbúningur5 mínEldunartími5 mínSamtals10 mín

Ískallt ketó boost með frosnum bláberjum slær alltaf í gegn. Einfalt, fljótlegt og saðsamt með góðri MCT olíu með vanillu bragði.

Innihaldsefni
 4 stk. Klakar
 3 msk Grísk jógúrt hrein
 1 msk MCT vanilla creamer frá Rapid fire
 10 stk. Frosin bláber
 0,50 dl. Möndlumjólk / vatn
1

Boostið er afar einfalt en grísk jógúrt er bæði lág kolvetnum og saðsöm.
Bláberin kaupi ég í næstu matvöruverslun og á alltaf til í frystinum og nota í boost, skyrskálar eða í bakstur.

2

Mct vanillu creamer frá Rapid fire er frábær í kaffið, boostið eða sheikinn fyrir aukna fituinntöku og brennslu. Þessi olía er einstaklega bragðgóð með vanillu bragði en hún er bæði glútein og mjólkurlaus. Vörurnar frá Rapid fire fást í Hagkaup, Nettó og fjarðarkaupum.

3

Setjið klaka, gríska jógúrt, frosin bláber, Mct vanillu creamer og vatn/ möndlumjólk í blandara.
Blandið boostið í blandara þar til klakarnir og berin eru orðin að ísköldu boosti og allt vel blandað saman

4

Setjið í glas eða brúsa til að taka með ykkur í nesti.

Boost er best ískallt beint úr blandaranum.

5

Heilsukompaníið á Instagram