Prentmöguleikar

Bakaður camenbert – Ostóber

MagnFyrir 1

Ostóber er dásamlegur osta mánuður - Bakaður camenbert í samstarfi við MS

Það eru til svo margar uppskriftir af góðum bökuðum ostum en það er tilvalið að prófa sig áfram með tegundir.

Þessi er fullkominn í saumaklúbbinn eða fyrir kósýkvöldið.

Ostauppskriftin
 1 stk. Camenbert frá MS
 Pekanhnetur
 2 msk Gold sýróp frá sukrin
Meðlæti
 Lava cheese ostasnakk
1

Leggið ostinn í ofnfast mót ( með eða án bökunarpappírs)

Setjið pekan hnetur ofaná ostinn

Setjið ketóvænt sýróp yfir

Bakið við 180 gráður þar til osturinn er orðinn bráðnaður.

Meðlætið
2

Það er tilvalið að hafa allskonar meðlæti með bökuðum osti en hægt er að nota lava cheese ostasnakk sem kolvetnaskertan kost.
Eins og tilvalið að skera niður góðar ítalskar pylsur.

Gott súrdeigsbrauð, snittubrauð eða kex er einnig tilvalið fyrir þá sem borða brauð,