Prentmöguleikar

Amerískar KETÓ pönnukökur

MagnFyrir 1 Undirbúningur10 mínEldunartími15 mínSamtals25 mín

Amerískar KETÓ sykur og glúteinlausar pönnukökur slá alltaf í gegn og er fljótlegt að baka.

Pönnukökurdeig ( magn fyrir 4)
 4 stk. Egg
 125 g Rjómaostur hreinn
 2 tsk. Vanilludropar
 2 tsk. Vínsteinslyftiduft / eða venjulegt
 3 tsk. Ketóvæn sæta, gold sýróp, stevía eða erythritol eftir smekk.
 3 dl. Möndlumjöl
Auka innihaldsefni
 Smjör til að steikja uppúr
 Maple sýróp frá Goodgood eða annað uppáhalds sýróp.
1

Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til deigið er tilbúið.
Ef þið eigið ekki blandara er hægt að setja eggin og rjómaostinn fyrst í hrærivélina og þeyta vel.
Bætið svo hinum innihaldsefnunum útí og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Ég notaði gold sýróp frá sukrin í þessa uppskrift en það er einnig hægt að nota stevíu dropa, sweet like sugar stevíu sykurinn frá Good good eða erythritol eftir smekk.

2

Steikið pönnukökurnar á miðlungs hita.
Best er að hafa þær ekki of stórar þar sem að ketó pönnukökur eiga það til að brotna frekar þar sem þær eru glúteinlausar.

Það er tilvalið að toppa pönnukökurnar með því sem ykkur langar í hverju sinni.
Það eru nokkrar útgáfur af ketóvænum toppum í uppáhaldi hjá mér :

Beikon og sýróp
Jarðarber / Bláber / Hindber
Sykurlaus sulta
Þeyttur rjómi
Maple sýróp frá Good Good ( Ég hef alltaf verið aðdáandi alvöru maple sýróps frá Kanada, þetta kemst sem allra næst því og ketóvænt.)