Prentmöguleikar

Sítrónu og bláberjakaka með rjómaostakremi

MagnFyrir 1 Undirbúningur15 mínEldunartími50 mínSamtals1 klst 5 mín

Sykurlaus sítrónu og bláberjakaka með himnesku rjómaostakremi!

Sítrónu og bláberjakaka
 4 stk. Egg
 ½ Sítróna
 1 dl. Kókosolía
 1 ½ tsk. Vínsteinslyftiduft
 ¼ tsk. Salt
 1 ⅔ Bollar Möndlumjöl
 ¼ Bolli kókoshveiti
 2 dl. Sæta að eigin vali - Stevía eða erythritol algengast hjá mér
Krem
 4 msk Hreinn rjómaostur frá MS
 2 msk Maple sýróp frá GoodGood
 ½ Sítróna
1

Byrjum á því að finna til hráefnin í þessa dásemd.

4 Egg sett í hrærivélina
Sæta að eigin vali sett útí - Ég var með stevíu sweet like Sugar frá GoodGood
Vínsteinslyftiduft og salti bætt við ásamt safa úr hálfri sítrónu
Bræðið kókosolíu ( Hún bráðnar ef þið haldið krukkunni í smá stund undir heitu vatni - spara uppvaskið!)

2

Þegar búið er að hræra þessu saman þá bætum við mjölinu saman við.
Möndlumjöl og kókoshveiti bætt útí og hrært aftur
Fersk bláber fara útí í lokin ( Ef þið notið frosin þá eiga þau ekki að þiðna áður).
Blandið varlega saman og setjið í formkökumót með bökunarpappír.

3

Þjappið deiginu varlega í mótið og bætið við örfáum bláberjum ofaná.

4

Bakið í 45 -55 mínútur á 190 gráðum eða þar til prjónn kemur alveg hreinn uppúr.

5

Kremið er mjög einfalt en passar svo vel við þessa köku.

Rjómaostur, sítrónusafi og Maple sýróp sykurlaust sett saman í hrærivél og þeytt þar til allt er orðið vel blandað og kremið silkimjúkt.

Setjið ofaná kökuna og njótið.

6

Þessi er himnesk með kaffinu!

Geymist best í ísskáp eftir að kremið er komið ofaná.